Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda 21. október 2008 05:00 Magnús Jóhannesson skrifar um umhverfismál Í umróti þeirra hremminga sem orðið hafa á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna daga hafa komið fram raddir hjá ýmsum um að nú væri þjóðráð að slaka á umhverfiskröfum svo sem vegna atvinnurekstrar. Hefur í því sambandi sérstaklega verið nefnt að draga verulega úr eða jafnvel fella alveg niður kröfur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Þegar ábyrgir aðilar þ.á m. forystumaður öflugra hagsmunasamtaka í landinu og yfirmaður norrænnar stofnunar sem Ísland á aðild að og fjallar mikið um umhverfismál í sínum störfum nefna þetta opinberlega, er rétt að staldra aðeins við og rifja upp tilgang og stöðu mats á umhverfisáhrifum á Íslandi. Krafan um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda kemur fyrst fram í samþykktum ríkja heims á heimsráðstefnu SÞ í Rio de Janeiro sumarið 1992. Öll vestræn ríki hafa síðan tekið þessa kröfu upp í löggjöf hjá sér og ekki er vitað til þess að nokkurt ríki hafi hugleitt að leggja til hliðar mat á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda. Alþingi Íslendinga samþykkti fyrst lög um mat á umhverfisáhrifum 21. maí 1993. Síðan hefur Alþingi í tvígang gert breytingar á lögunum með það fyrir augum að gera matið skilvirkara og þannið að það þjónaði sem best markmiðum. Megintilgangur mats á umhverfisáhrifum er að draga fram og lýsa á hlutlægan hátt öllum umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar, þannig að viðkomandi leyfisveitendum, sem hér á landi eru oftast sveitarfélögin, geri sér fulla grein fyrir því hver umhverfisáhrifin verða. Enn fremur að leyfisveitendur geti eftir atvikum sett skilyrði sem lágmarka umhverfisáhrif þegar leyfi er veitt fyrir framkvæmdinni. Frá því að mat á umhverfisáhrifum kom fyrst fram hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, til umhverfismála. Öll stærri fyrirtæki heims hafa mótað sér stefnu í umhverfismálum og leggja aukna áherslu á að bæta ímynd sína á því sviði. Að mati þessara fyrirtækja er umhverfismat á nýjum verkefnum hluti af þeirri ímynd sem þeir vilja skapa fyrirtækjunum. Allar helstu fjármálastofnanir heimsins líta núorðið á mat á umhverfisáhrifum sem hluta af áhættumati vegna fyrirgreiðslu við stærri verkefni. Má nefna í þessu sambandi Alþjóðabankann og norrænu stofnanirnar Norræna fjárfestingabankann (NIB) og Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO). Þau fyrirtæki í stóriðju sem starfa á Íslandi hafa öll sett sér metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum og líta á mat á umhverfisáhrifum sem eðlilegan hlut og þátt í því að styrkja umhverfisstefnu sína. Því mætti ætla að ef ekki væri gerð hér krafa um mat á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda, þá gæti það minnkað áhuga hinna metnaðarfyllri fyrirtækja í umhverfismálum að koma hér fyrir starfsemi sinni. Að síðustu má nefna að mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hefur að mati margra framkvæmdaaðila stórra framkvæmda haft margvísleg jákvæð áhrif önnur en að minnka umhverfisáhrif framkvæmda. Hið sérfræðilega matsferli sem íslensk lög mæla fyrir um hefur oft og tíðum leitt til betri faglegra lausna og í einstaka tilvikum leitt í ljós ódýrari lausnir. Ég tel því að öll umræða um að leggja niður eða draga úr kröfum um umhverfismat vegna tímabundinna erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar sé á miklum misskilningi byggð og hef ég þá ekki fjallað um það hvort það væri yfirhöfuð mögulegt vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar. Umhverfisráðherra hefur reyndar svarað þeirri spurningu afdráttarlaust á Alþingi. Hins vegar er eðlilegt að velta því reglulega fyrir sér hvort hægt sé að ná sama árangri á þessu sviði sem öðrum með breyttum vinnuaðferðum. Það hafa umhverfisyfirvöld og Alþingi gert í tímans rás og munu halda áfram að skoða það í ljósi reynslunnar. Höfundur er ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Magnús Jóhannesson skrifar um umhverfismál Í umróti þeirra hremminga sem orðið hafa á íslenskum fjármálamarkaði undanfarna daga hafa komið fram raddir hjá ýmsum um að nú væri þjóðráð að slaka á umhverfiskröfum svo sem vegna atvinnurekstrar. Hefur í því sambandi sérstaklega verið nefnt að draga verulega úr eða jafnvel fella alveg niður kröfur um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Þegar ábyrgir aðilar þ.á m. forystumaður öflugra hagsmunasamtaka í landinu og yfirmaður norrænnar stofnunar sem Ísland á aðild að og fjallar mikið um umhverfismál í sínum störfum nefna þetta opinberlega, er rétt að staldra aðeins við og rifja upp tilgang og stöðu mats á umhverfisáhrifum á Íslandi. Krafan um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda kemur fyrst fram í samþykktum ríkja heims á heimsráðstefnu SÞ í Rio de Janeiro sumarið 1992. Öll vestræn ríki hafa síðan tekið þessa kröfu upp í löggjöf hjá sér og ekki er vitað til þess að nokkurt ríki hafi hugleitt að leggja til hliðar mat á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda. Alþingi Íslendinga samþykkti fyrst lög um mat á umhverfisáhrifum 21. maí 1993. Síðan hefur Alþingi í tvígang gert breytingar á lögunum með það fyrir augum að gera matið skilvirkara og þannið að það þjónaði sem best markmiðum. Megintilgangur mats á umhverfisáhrifum er að draga fram og lýsa á hlutlægan hátt öllum umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar, þannig að viðkomandi leyfisveitendum, sem hér á landi eru oftast sveitarfélögin, geri sér fulla grein fyrir því hver umhverfisáhrifin verða. Enn fremur að leyfisveitendur geti eftir atvikum sett skilyrði sem lágmarka umhverfisáhrif þegar leyfi er veitt fyrir framkvæmdinni. Frá því að mat á umhverfisáhrifum kom fyrst fram hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, til umhverfismála. Öll stærri fyrirtæki heims hafa mótað sér stefnu í umhverfismálum og leggja aukna áherslu á að bæta ímynd sína á því sviði. Að mati þessara fyrirtækja er umhverfismat á nýjum verkefnum hluti af þeirri ímynd sem þeir vilja skapa fyrirtækjunum. Allar helstu fjármálastofnanir heimsins líta núorðið á mat á umhverfisáhrifum sem hluta af áhættumati vegna fyrirgreiðslu við stærri verkefni. Má nefna í þessu sambandi Alþjóðabankann og norrænu stofnanirnar Norræna fjárfestingabankann (NIB) og Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO). Þau fyrirtæki í stóriðju sem starfa á Íslandi hafa öll sett sér metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum og líta á mat á umhverfisáhrifum sem eðlilegan hlut og þátt í því að styrkja umhverfisstefnu sína. Því mætti ætla að ef ekki væri gerð hér krafa um mat á umhverfisáhrifum stærri framkvæmda, þá gæti það minnkað áhuga hinna metnaðarfyllri fyrirtækja í umhverfismálum að koma hér fyrir starfsemi sinni. Að síðustu má nefna að mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hefur að mati margra framkvæmdaaðila stórra framkvæmda haft margvísleg jákvæð áhrif önnur en að minnka umhverfisáhrif framkvæmda. Hið sérfræðilega matsferli sem íslensk lög mæla fyrir um hefur oft og tíðum leitt til betri faglegra lausna og í einstaka tilvikum leitt í ljós ódýrari lausnir. Ég tel því að öll umræða um að leggja niður eða draga úr kröfum um umhverfismat vegna tímabundinna erfiðleika í efnahagslífi þjóðarinnar sé á miklum misskilningi byggð og hef ég þá ekki fjallað um það hvort það væri yfirhöfuð mögulegt vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar. Umhverfisráðherra hefur reyndar svarað þeirri spurningu afdráttarlaust á Alþingi. Hins vegar er eðlilegt að velta því reglulega fyrir sér hvort hægt sé að ná sama árangri á þessu sviði sem öðrum með breyttum vinnuaðferðum. Það hafa umhverfisyfirvöld og Alþingi gert í tímans rás og munu halda áfram að skoða það í ljósi reynslunnar. Höfundur er ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun