Viðskipti innlent

Exista tapaði rúmum 4 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Exista, félag Bakkabræðra, tapaði rúmum 4 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Fréttablaðið/HARI
Exista, félag Bakkabræðra, tapaði rúmum 4 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Fréttablaðið/HARI

Exista tapaði 82,2 milljónum evra, eða 9,0 milljörðum króna, eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2008, samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Tap á öðrum ársfjórðungi nemur 38,4 milljónum evra eða 4,2 milljörðum króna.

Hagnaður af fjármálaþjónustu eftir skatta nam 7,3 milljörðum króna, en tap af fjárfestingum eftir skatta nam 16,3 milljörðum. Heildareignir félagsins námu 868 milljörðum króna í lok júní og hafa heildarskuldir félagsins lækkað um 123 milljarða íslenskra króna eða 17,7%, frá áramótum.

Handbært fé nam 38 milljörðum króna í lok júní og hefur félagið tryggt lausafé til að mæta endurfjármögnun til desember 2009. Eiginfjárhlutfall Exista var 37,0% í lok júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×