Viðskipti innlent

Seðlabankinn mun ekki krefja Byr um auknar tryggingar

Í ljósi umræðna um Sparisjóðabankann (áður Icebank) og önnur fjármálafyrirtæki vill Byr sparisjóður koma því á framfæri, að á undanförnum árum hefur Byr lagt ríka áherslu á sjálfstæði gagnvart öðrum fjármálafyrirtækjum. Öll dagleg uppgjörð og innlend greiðslumiðlun fer nú í gegnum Seðlabanka Íslands án milligöngu Sparisjóðabanka Íslands.

Jafnframt er bent á að þau endurhverfu viðskipti sem Byr á í, við Seðlabanka Íslands eru eingöngu ríkisbréf en ekki skuldabréf annara fjármálastofnanna.

Seðlabanki Íslands mun því ekki krefja Byr um auknar tryggingar þar sem um ríkisbréf er að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×