Viðskipti innlent

Green hefur enn áhuga á eignum Baugs

MYND/Stöð 2

Breski auðjöfurinn Philip Green segist enn hafa áhuga á skuldum Baugs en segir ekki víst að samningar náist alveg á næstunni. Þetta er haft eftir honum á fréttavef Breska ríkisútvarpsins.

Green kom hingað til lands fyrri skemmstu þar sem hann ræddi við íslensk stjórnvöld um að kaupa skuldirnar en með því myndi hann í raun eignast helstu eignir Baugs í Bretlandi. Green segir í samtali við BBC að enn sé of snemmt að segja til um það hvort af samningum verði. Málið sé snúið og leysa þurfi ákveðin pólitísk atriði, segir hann en tilgreinir þau ekki nánar.

 Eignist Green verslanakeðjur Baugs í Bretlandi, þar á meðal House of Fraser, Karen Millen and Hamleys, bætast þær við eignir hans sem eru meðal annars fataverslanakeðjunar Topshop og Miss Selfridge.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×