Viðskipti innlent

Norðurlönd skortir upplýsingar fyrir láni sínu til Íslands

Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins segir að Norðurlöndin skorti upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum fyrir láni sínu til Íslands. Fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir mun lánið ekki verða afgreitt.

Þetta kemur fram í samtali The Wall Street Journal við talsmanninn, Ilkka Kajaste, sem var hér á landi í síðustu viku og átti viðræður við íslenska ráðamenn um málið.

Kajaste segir að það sem Norðurlöndin skorti sé nánari útlistun á efnahagsáætlun þeirri sem Íslendingar ætli að vinna eftir.

Í sömu frétt segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíði einnig eftir nánari upplýsingum frá Íslendingum en sem kunnugt er af fréttum er lánaumsókn Íslands ekki á dagskrá sjóðsins í þessari viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×