Viðskipti innlent

Segja nú að fjárþörfin, fyrir utan IMF, sé 3 milljarðar dollara

Íslensk stjórnvöld gera nú ráð fyrir að lán fyrir utan aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) muni nema 3 milljörðum dollara. Hingað til hefur Geir Haarde forsætisráðherra ætíð talað um að þessi upphæð væri, eða þyrfti að vera 4 milljarðar dollara.

Í þingsályktunartillögu um fjárhagslega fyrirgreiðslu IMF er nú talað um 3 en ekki 4 milljarða dollara eða tæplega 400 milljarða kr. í stað rúmlega 500 milljarða kr.

Um þetta segir í þingsályktuninni: „Gert er ráð fyrir að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taki ákvörðun miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi um fjárhagslega fyrirgreiðslu til íslenskra stjórnvalda á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að andvirði rúmlega 2 milljarða Bandaríkjadala sem greidd verður út í áföngum. Jafnframt er gert ráð fyrir láni annars staðar frá að fjárhæð 3 milljarðar Bandaríkjadala."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×