Erlent

Um 50 þúsund flýja heimili á Kúbu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Hitabeltislægðin Gústaf veldur nú búsifjum á Kúbu og hafa um 50 þúsund manns neyðst til að flýja heimili sín þar. Lægðin þokast nær strönd Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að annar harmleikur sé í uppsiglingu í New Orleans en íbúum þar er í fersku minni þegar fellibylurinn Katrín lagði borgina nánast í rúst haustið 2005. Að minnsta kosti 23 létust á Haíti í gær þegar Gústaf geisaði þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×