Viðskipti innlent

Kallað eftir forystu frá stjórnmálalífinu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Staða dagsins skoðuð í ljósi sögunnar Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason, sem áður var hagfræðingur og reyndar síðar framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, ræða hér við Óla Kristján Ármannsson viðskiptaritstjóra.
Staða dagsins skoðuð í ljósi sögunnar Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason, sem áður var hagfræðingur og reyndar síðar framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, ræða hér við Óla Kristján Ármannsson viðskiptaritstjóra. Markaðurinn/Anton
Eigi að komast á þjóðarsátt um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum þjóðarinnar þarf forystan um þær að koma frá stjórnmálamönnunum. Þetta segja þeir Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, og Ari Skúlason hagfræðingur sem áður var hjá Alþýðusambandinu.

Þórarinn og Ari fara í opnuviðtali í Markaðnum í dag yfir það hvort byggja megi á reynslunni frá 1990 þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, við að leysa úr efnahagsvanda dagsins í dag.

Þeir segja allar aðstæður gjörbreyttar, enda hafi þjóðfélagið verið meira ríkisstýrt í þá daga, meðan vald er nú dreifðara og fyrirtæki sjálfstæðari. Þeir segja ljóst að nauðsynlegar umbætur geti orðið um margt sársaukafullar, svo sem á vettvangi fjármála ríkis og sveitarfélaga.

„Svo verða ríki og borg að taka höndum saman um sóknarsýn í orkumálum,“ segir Þórarinn.

Þeir benda hins vegar á að á vettvangi stjórnmálanna sé nú einhver sterkasti stjórnarmeirihluti í manna minnum og ætti því að vera hægt að sammælast um stefnuna.

Aðalmálið sé að stefnan sé skýr, bæði innan lands og utan. Ljóst sé þó að ýmislegt þurfi að endurskoða. Þannig kunni hlutir á borð við sveigjanleika, sem áður hafi verið taldir til styrkleika efnahagslífsins, að vera veikleikar. Krónan sé of lítil til að þjóna hagsmunum fyrirtækja, einstaklinga eða jafnvel ríkisins og leita verði nýrra leiða hvað gjaldmiðilinn varði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×