Viðskipti innlent

Velta á fasteignamarkaði eykst milli júní og júlí

MYND/Valgarður

Velta á fasteignamarkaði í jókst um 40 prósent milli júní og júlímánaða samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Vitnað er til þeirra í hálffimmfréttum Kaupþings og þar kemur fram að 240 samningum hafi verið þinglýst í júní en þeir voru 340 í nýliðnum júlí. Veltan var þó aðeins þriðjungur af því sem hún var í júlí í fyrra en þá voru þinglýstir kaupsamningar um þúsund taldsins.

Greiningardeild Kaupþings bendir á að þriggja mánaða meðalvelta hafi verið að aukast síðustu fimm vikur og leiða megi líkur að því að breytingar á reglum Íbúðalánasjóðs um miðjan júnímánuði hafi aukið íbúðasölu. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar hækkuðu hámarkslán Íbúðalánasjóðs úr 18 milljónum króna í 20 og þá var farið að miða við markaðsverð í stað brunabótamats við lánveitingar.

Þá bendir greiningardeildin á að ætla megi að nýir íbúðakaupendur hafi hugsað sér til hreyfings þegar stimpilgjöld af fyrstu íbúð voru felld niður þann fyrsta júlí.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×