Viðskipti innlent

Viðskiptahalli minnkar en skuldir þjóðarbúsins aukast

Viðskiptahalli við útlönd í fyrra reyndist um 200 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Seðlabankans.

Það er um 96 milljöðrum króna minni halli en er árið 2006 og skýrist batinn að stórum hluta af minni vöruskiptahalla, en hann var 88 milljarðar í fyrra samanborði við 156 milljarða króna halla árið 2006.

Samkvæmt bráðabirgðatölum hefur viðskiptahalli liðins árs verið tæp 16 prósent af vergri landsframleiðslu en í tilkynningu Seðlabankans segir að í síðustu þjóðhagsspá bankans hafi verið áætlað að hann yrði 18 prósent.

Skuldir þjóðarbúsins við útlönd námu 1845 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um nærri fimm hundruð milljarða á fjórða ársfjórðungi. Erlendar skammtímaskuldir hækkuðu um 523 milljarða á fjórðungnum og staða langtímalána hækkaði um 219 milljarða.

Í lok árs var gengi krónunnar 2,08 prósentum lægra en í lok september samkvæmt vísitölu gengisskráningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×