Viðskipti innlent

Velta með skuldabréf sjaldan verið meiri

Velta með skuldabréf hélt áfram að vera mikil í febrúar og nam hún 372 milljörðum króna í mánuðinum og er mánuðurinn sá annar veltumesti frá upphafi.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins er heildarvelta með skuldabréf orðin 1.055 milljarðar króna sem er um 43% af heildarveltu ársins í fyrra.m Á skuldabréfamarkaðinum er Kaupþing með mestu veltuhlutdeildina eða um 34%, næst kom Glitnir banki með um 14,74% og Landsbankinn með 14,68%.

Á móti var lítil velta var með hlutabréf í febrúar eða um 133 milljarðar og hefur ekki verið minni síðan í nóvember 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×