Lífeyrissjóðir halda enn að sér höndum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. desember 2008 06:00 Í fjármálaráðuneytinu er unnið að breytingum á fjárfestingarkafla laga um lífeyrissjóði, en fjármálakreppan og fall hlutabréfamarkaða hefur gjörbreytt starfsumhverfi sjóðanna í þeim efnum. Markaðurinn/Anton Verið er að yfirfara lífeyrisjóðalögin með tilliti til hugsanlegra breytingatillagna, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum blaðsins snúa breytingar mestan part að fjárfestingarkafla laganna, eftir stórfelldar breytingar á fjárfestingarumhverfinu í fjármálakreppunni og falli hlutabréfamarkaðar hér heim. Stefnt mun ð því að leggja lagabreytinguna fyrir Alþingi fyrir áramót. Breytingarnar eru unnar í samvinnu ráðuneytisins, Landsambands lífeyrissjóða og Fjármálaeftirlitsins. Lífeyrissjóðirnir áttu í síðasta lagi fyrsta þessa mánaðar að skila inn til Fjármálaeftirlitsins fjárfestingarstefnu næsta árs, en eðlilega ríkir mikil óvissa um þá starfsemi sjóðanna. Halldóra Elín Ólafsdóttir, sviðsstjóri á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins, segir nokkuð hafa verið um að lífeyrissjóðir hefðu samband með vangaveltur um hvort ekki væri rétt að fresta skilum á fjárfestingarstefnunni vegna ríkjandi óvissu. Hún segir hins vegar lög um lífeyrissjóði kveða á um skil á þessum tíma og ekki sé hægt að víkja frá því. „Ef lög um lífeyrissjóði hins vegar breytast á næstu vikum eða mánuðum þá myndum við kalla eftir uppfærðum fjárfestingarstefnum frá sjóðunum,“ segir hún. Í 36. grein laganna er kveðið á um hvar lífeyrissjóðum er heimilt að fjárfesta og er það svo útfært nánar í fjárfestingarstefnu þeirra með ákveðnum vikmörkum. Umrót á fjármálamörkuðum og fall hlutabréfamarkaðar hér heima hefur hins vegar valdið því að peningar lífeyrissjóðanna safnast í auknum mæli á verðtryggða reikninga. Þá má gefa sér að hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sem festar voru í lög fyrir helgi hafi áhrif. Nýjustu tölur Seðlabankans sýna að eign lífeyrissjóðanna í sjóði og bankainnstæðum hefur aukist um rúm 122 prósent frá septemberlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Um leið hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna dregist saman um nærri helming og erlend um tæpan þriðjung. Ljóst má vera að þessi hlutföll hafa breyst enn frekar við fall bankanna og brotthvarf fjárfestingarfélaga úr Kauphöll Íslands. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir rétt að óvissa sé mikil í fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóðanna. „Og ljóst er að fé safnast upp á meðan,“ segir hann. „Staðan breyttist ansi mikið þegar innlendur hlutabréfamarkaður nærri þurrkaðist út. Á svona tímum halda menn hins vegar frekar að sér höndum en að fara út í fjárfestingar sem þeir vita ekki hvað verður með í framtíðinni. Næstu vikur og mánuði verða menn að feta sig áfram skrefin inn í þennan nýja heim sem blasir við okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Verið er að yfirfara lífeyrisjóðalögin með tilliti til hugsanlegra breytingatillagna, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt heimildum blaðsins snúa breytingar mestan part að fjárfestingarkafla laganna, eftir stórfelldar breytingar á fjárfestingarumhverfinu í fjármálakreppunni og falli hlutabréfamarkaðar hér heim. Stefnt mun ð því að leggja lagabreytinguna fyrir Alþingi fyrir áramót. Breytingarnar eru unnar í samvinnu ráðuneytisins, Landsambands lífeyrissjóða og Fjármálaeftirlitsins. Lífeyrissjóðirnir áttu í síðasta lagi fyrsta þessa mánaðar að skila inn til Fjármálaeftirlitsins fjárfestingarstefnu næsta árs, en eðlilega ríkir mikil óvissa um þá starfsemi sjóðanna. Halldóra Elín Ólafsdóttir, sviðsstjóri á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins, segir nokkuð hafa verið um að lífeyrissjóðir hefðu samband með vangaveltur um hvort ekki væri rétt að fresta skilum á fjárfestingarstefnunni vegna ríkjandi óvissu. Hún segir hins vegar lög um lífeyrissjóði kveða á um skil á þessum tíma og ekki sé hægt að víkja frá því. „Ef lög um lífeyrissjóði hins vegar breytast á næstu vikum eða mánuðum þá myndum við kalla eftir uppfærðum fjárfestingarstefnum frá sjóðunum,“ segir hún. Í 36. grein laganna er kveðið á um hvar lífeyrissjóðum er heimilt að fjárfesta og er það svo útfært nánar í fjárfestingarstefnu þeirra með ákveðnum vikmörkum. Umrót á fjármálamörkuðum og fall hlutabréfamarkaðar hér heima hefur hins vegar valdið því að peningar lífeyrissjóðanna safnast í auknum mæli á verðtryggða reikninga. Þá má gefa sér að hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sem festar voru í lög fyrir helgi hafi áhrif. Nýjustu tölur Seðlabankans sýna að eign lífeyrissjóðanna í sjóði og bankainnstæðum hefur aukist um rúm 122 prósent frá septemberlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári. Um leið hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna dregist saman um nærri helming og erlend um tæpan þriðjung. Ljóst má vera að þessi hlutföll hafa breyst enn frekar við fall bankanna og brotthvarf fjárfestingarfélaga úr Kauphöll Íslands. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir rétt að óvissa sé mikil í fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóðanna. „Og ljóst er að fé safnast upp á meðan,“ segir hann. „Staðan breyttist ansi mikið þegar innlendur hlutabréfamarkaður nærri þurrkaðist út. Á svona tímum halda menn hins vegar frekar að sér höndum en að fara út í fjárfestingar sem þeir vita ekki hvað verður með í framtíðinni. Næstu vikur og mánuði verða menn að feta sig áfram skrefin inn í þennan nýja heim sem blasir við okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira