Viðskipti innlent

Eimskip semur vegna Innovate

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Eimskipafélag Íslands hefur gert samkomulag við tvo af fyrrum eigendum Innovate í Bretlandi, þá Stephen Savage og Stephen Dargavel.

Í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöllinni segir að samkomulagið sé gert í kjölfar skoðunar stjórnar Eimskips á kaupum á Innovate og hafi fyrrnefndir aðilar samþykkt að skila 55.406.354 hlutum í Eimskip, sem gefnir hafi verið út vegna kaupa á hlutafé í Innovate í júní 2007.

„Verðmæti bréfanna í þeim viðskiptum var um 2,5 milljarðar króna. Miðað við lokagengi hlutabréfa Eimskips þann 29. júlí var markaðsvirði bréfanna um 792 milljónir króna. Eigin bréf Eimskips eru nú 159.878.087 hlutir," segir í tilkynningunni.

Þá segir í tilkynningunni að Eimskip hafi átt í viðræðum við Peter Osborne og búist sé við að þær haldi áfram. Hann er eigandi að 27.703.177 bréfa í Eimskip, sem hann fékk afhent við kaup Eimskips í Innovate í júní 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×