Viðskipti erlent

Tilgangslaust að eiga hlutabréf í augnablikinu

Frá Kauphöllinni í Frankfurt.
Frá Kauphöllinni í Frankfurt. MYND/AFP

Verðbréfasalar víða í Evrópu segja nær tilgangslaust að eiga hlutabréf í augnablikinu vegna hækkandi olíuverðs og versnandi stöðu bankanna. Verð á hlutabréfum um gjörvallan heim hefur lækkað.

Verð á hlutabréfamörkuðum víða um heim hefur haldið áfram að lækka samhliða vaxandi verðbólgu og síhækkandi olíuverði.

Evrópskir hlutabréfamarkaðir hafa skolfið í dag og það sama má segja um markaði vestan hafs og í Asíu. Verðbréfavísitölur halda áfram að lækka og vonleysi að grípa um sig. Þýskur verðbréfasali lét hafa eftir sér að engin ástæða væri til að eiga hlutabréf í augnablikinu á meðan olía héldi áfram að hækka og staða banka áfram að versna.

Sarkozy Frakklandsforseti segir að evran sé að minnsta kosti 30 prósentum of hátt skráð og hefur lagst gegn vaxtahækkunaráformum Evrópska seðlabankans. Verðbólga á evrusvæðinu er nú um fjögur prósent.

Talið er að hlutabréfaeigendur hafi tapað liðlega 3,3 trilljónum dollara það sem af er ársins. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mest - Shanghai markaðurinn um 48 prósent síðan í ársbyrjun. Verðbólga hækkar hratt í Asíu þar sem ýmsir íslenskir verðbréfasjóðir fjárfesta og vextir eru þar einnig á uppleið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×