Viðskipti erlent

Sex þúsund störf lögð niður hjá Renault

Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.

Stjórnendur franska bílaframleiðandans Renault hyggst leggja niður sex þúsund störf, til að bregðast við samdrætti í sölu á bifreiðum. Renault segir að 4,900 störf verði lögð niður í Frakklandi og 1,100 í öðrum ríkjum í Evrópu.

Frönsk stéttarfélög hafa brugðist illa við fréttunum af upsögnunum og eitt þeirra hefur hótað verkfalli í einn dag á fimmtudaginn. Þá hefur Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti verði beðinn um að beita sér til að fá lausn á vandanum. Franska ríkið á 15% í Renault.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×