Viðskipti innlent

Dótturfélag Glitnis í Finnlandi selt stjórnendum

MYND/Heiða

Dótturfélag Glitnis í Finnlandi hefur verið selt stjórnendum félagsins þar í landi. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings.

Viðræður hafa staðið yfir milli aðila með aðkomu og samþykki finnska fjármálaeftirlitsins. Kaupverðið er ekki gefið upp og gert er ráð fyrir að félagið taki aftur upp nafið FIM en það var nafn félagsins áður en Glitnir keypti það á seinasta ári.

Sama var upp á tengnum hjá Glitni í Noregi, þar keyptu starfsmenn einnig starfsemina eftir að ríkið yfirtók bankann hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×