Viðskipti innlent

Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaunin í fyrra

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. MYND/Flokalundur.is

Útvegsfyrirtækið Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaun í sjávarútvegi í fyrra, en fyrirtækið gerir út dragnótabátinn Þorstein BA.

Meðalárslaun voru rúmlega ellefu milljónir króna. Næst kom frystitogaraútgerðin Stálskip í Hafnarfirði sem greiddi tæpar tíu milljónir i árslaunog í þriðja sæti er Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum með rúmar níu milljónir á mánn að meðaltali. Þetta er samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, en tekið er fram að sum útgerðarfyrirtæki hafi ekki viljað vera með í könnuninni








Fleiri fréttir

Sjá meira


×