Erlent

Barak Obama beðinn um skilríki í líkamsræktarklúbb

Barak Obama er sennilega með þekktari persónum Bandaríkjanna í dag. Það kom þó ekki í vega fyrir að hann var krafinn um skilríki er hann ætlaði í líkamsræktarklúbb um helgina.

Er Obama mætti í Washington Sports Club umvafinn lífvörðum sínum og ætlaði beint í búningsklefann var hann stöðvaður af afgfreiðslustúlku í anddyrinu og beðinn um skírteini sitt að klúbbnum.

Stúlkan spurði hann fyrst hvað hann héti og er hann sagði Obama bað hún hann um fornafnið líka en áttaði sig víst um leið hver átti í hlut. Og Obama er með skírteini sem veitir honum aðgang að klúbbnum.

Framkvæmdastjóri klúbbsins segir í samtali við CNN að hann brýni fyrir starfsfólki sínu að biðja gesti um skírteini, hver svo sem í hlut eigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×