Viðskipti innlent

Kaupþing og Landsbankinn spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans spá því báðar að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á morgun. Greining Glitnis hefur áður spáð hækkun upp á 0,25% eða 25 púnkta.

Greining Landsbankans segir að mikil óvissa ríki nú um horfur í efnahagsmálum. Hagvísar benda til þess að enn sé töluverður kraftur í neyslu og fjárfestingum. Vinnumarkaður er einnig þaninn, enda mælist atvinnuleysi aðeins 0,9%. Reynslan sýnir hins vegar að íslenska hagkerfið snýr hratt við og fram eru komin skýr merki um viðsnúning á fasteigna- og byggingarmarkaði.

Þrátt fyrir mikla verðbólgu telur greiningin því líklegast að Seðlabankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum. Óvissan í spánni er þó til hækkunnar.

Greining Kaupþings segir að það er deginum ljósara að hagkerfið er á leiðinni í mjög hraða kólnun, hörð lending sé brátt að verða staðreynd. Á þessum tímapunkti er því frekari hækkun stýrivaxta einfaldlega mjög óráðleg.

Átta greinendur birta spár sínar um stýrivexti á Bloomberg, fimm erlendir auk þriggja greinenda íslensku viðskiptabankanna. Af þessum átta spá þrír óbreyttum vöxtum, jafn margir að þeir verði hækkaðir um 50 púnkta upp í 16% og tveir að vextir hækki um 25 púnkta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×