Hvað er persónuleg ábyrgð? 6. desember 2008 04:30 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 29. nóvember var lítil frétt þess efnis að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði í viðtali við AP fréttaveituna lýst því yfir að hann væri ekki persónulega ábyrgur fyrir hruni íslenska fjármálakerfisins. Þetta gefur tilefni til að gaumgæfa litla stund hvað felst í hugtakinu persónuleg ábyrgð. Flestir eru líklega sammála um að manneskja sem sest upp í bíl sem er bæði ljóslaus og bremsulaus, ekur honum út í umferðina og veldur þar stórslysi sé persónulega ábyrg fyrir gjörðum sínum, þar eða segja ef hafði viðkomandi ekki verið sviptur sjálfræði vegna geðveiki, sé alvarlega þroskaheftur eða óviti sökum bernsku. Undanfarin 18 ár hefur Geir H. Haarde verið í forystusveit ríkisstjórna á Íslandi. Hann, ásamt þeim Davíð Oddsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur, er einn aðalhöfundur þess fjármálakerfis sem nú hefur gefið upp öndina. Hann ásamt þessum þrem félögum sínum einkavæddi ríkisbankana. Hann ásamt þessum þrem félögum sínum ákvað að skipta bönkunum systkynalega milli manna sem voru í kallfæri við strjórnarflokkana, eins og ritstjóri Morgunblaðsins komst svo hnyttilega að orði. Með þeirri gerð var vikið af þeirri leið sem boðuð hafði verið í einkavæðingunni. Það var Geir H. Haarde ásamt þessum þrem félögum sínum sem gekk þannig frá málum að það stofnana- og regluverk sem átti að hafa eftirlit með fjármálastofnunum var svo veikburða að engin von var til þess að það gæti gengt hlutverki sínu. Þar á ofan var ráðinn yfir Fjármálaeftirlitið þekktur frjálshyggjumaður sem sennilega hefði látið bankana og starfsemi þeirra óáreitta jafnvel þótt hann hefði haft bæði mannafla og regluverk til að taka í taumana. Það var Geir H. Haarde sem hreyfði hvorki hönd né fót undanfarin misseri þrátt fyrir að flestir sem eitthvert vit eða þekkingu höfðu á efnahagsmálum vöruðu við því sem var að gerast. Hér er gengið út frá því að Geir H. Haarde sé hvorki alvarlega geðveikur, þroskaheftur né óviti sökum bernsku. Því verður að gera ráð fyrir að hann sé fullkomlega ábyrgur gerða sinna. Án einkavæðingar bankanna, án þess að eignarhaldi þeirra væri handstýrt til ákveðinna flokkshollra manna og án þess að stofnana- og regluverkið sem átti að hafa eftirlit með þeim væri svo veikburða sem raun ber vitni hefði ekkert af því sem dunið hefur yfir íslensku þjóðina undanfarnar vikur gerst. Þess vegna ber Geir H. Haarde ásamt hinum þremur félögum sínum persónulega ábyrgð á því að fór sem fór. Í flestum venjulegum lýðræðisríkjum hefðu fjórmenningarnir verið dregnir fyrir dóm. En Ísland er ekki venjulegt lýðræðisríki því hefur Landsdómur ekki verið kallaður saman til að fjalla um embættisafglöp Geirs H. Haarde. „I am not a crook", sagði Richard Nixon fyrrum forseti Bandaríkjanna. „Ég er ekki persónulega ábyrgur", segir Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands. Hversu lengi í ósköpunum Geir ætlar þú að misbjóða þolinmæði okkar? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 29. nóvember var lítil frétt þess efnis að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefði í viðtali við AP fréttaveituna lýst því yfir að hann væri ekki persónulega ábyrgur fyrir hruni íslenska fjármálakerfisins. Þetta gefur tilefni til að gaumgæfa litla stund hvað felst í hugtakinu persónuleg ábyrgð. Flestir eru líklega sammála um að manneskja sem sest upp í bíl sem er bæði ljóslaus og bremsulaus, ekur honum út í umferðina og veldur þar stórslysi sé persónulega ábyrg fyrir gjörðum sínum, þar eða segja ef hafði viðkomandi ekki verið sviptur sjálfræði vegna geðveiki, sé alvarlega þroskaheftur eða óviti sökum bernsku. Undanfarin 18 ár hefur Geir H. Haarde verið í forystusveit ríkisstjórna á Íslandi. Hann, ásamt þeim Davíð Oddsyni, Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur, er einn aðalhöfundur þess fjármálakerfis sem nú hefur gefið upp öndina. Hann ásamt þessum þrem félögum sínum einkavæddi ríkisbankana. Hann ásamt þessum þrem félögum sínum ákvað að skipta bönkunum systkynalega milli manna sem voru í kallfæri við strjórnarflokkana, eins og ritstjóri Morgunblaðsins komst svo hnyttilega að orði. Með þeirri gerð var vikið af þeirri leið sem boðuð hafði verið í einkavæðingunni. Það var Geir H. Haarde ásamt þessum þrem félögum sínum sem gekk þannig frá málum að það stofnana- og regluverk sem átti að hafa eftirlit með fjármálastofnunum var svo veikburða að engin von var til þess að það gæti gengt hlutverki sínu. Þar á ofan var ráðinn yfir Fjármálaeftirlitið þekktur frjálshyggjumaður sem sennilega hefði látið bankana og starfsemi þeirra óáreitta jafnvel þótt hann hefði haft bæði mannafla og regluverk til að taka í taumana. Það var Geir H. Haarde sem hreyfði hvorki hönd né fót undanfarin misseri þrátt fyrir að flestir sem eitthvert vit eða þekkingu höfðu á efnahagsmálum vöruðu við því sem var að gerast. Hér er gengið út frá því að Geir H. Haarde sé hvorki alvarlega geðveikur, þroskaheftur né óviti sökum bernsku. Því verður að gera ráð fyrir að hann sé fullkomlega ábyrgur gerða sinna. Án einkavæðingar bankanna, án þess að eignarhaldi þeirra væri handstýrt til ákveðinna flokkshollra manna og án þess að stofnana- og regluverkið sem átti að hafa eftirlit með þeim væri svo veikburða sem raun ber vitni hefði ekkert af því sem dunið hefur yfir íslensku þjóðina undanfarnar vikur gerst. Þess vegna ber Geir H. Haarde ásamt hinum þremur félögum sínum persónulega ábyrgð á því að fór sem fór. Í flestum venjulegum lýðræðisríkjum hefðu fjórmenningarnir verið dregnir fyrir dóm. En Ísland er ekki venjulegt lýðræðisríki því hefur Landsdómur ekki verið kallaður saman til að fjalla um embættisafglöp Geirs H. Haarde. „I am not a crook", sagði Richard Nixon fyrrum forseti Bandaríkjanna. „Ég er ekki persónulega ábyrgur", segir Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands. Hversu lengi í ósköpunum Geir ætlar þú að misbjóða þolinmæði okkar? Höfundur er kennari.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun