Viðskipti innlent

Beðið verður með sölu

Óli Kristján Ármannsson og Magnús Sveinn Helgason skrifar
„Komi upp aðstæður þar sem sala ákveðinna eigna reynist nauðsynleg verður efnt til formlegs söluferlis,“ segir í svari skilanefndar gamla Glitnis, við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig staðið verði að sölu eigna bankans.

Um leið er áréttað að stefna skilanefndarinnar sé að selja engar frekari eignir út úr eignasafni bankans „meðan að núverandi árferði ríkir á fjármálamörkuðum og þar með líklegra en ekki að ekki fáist sanngjarnt verð fyrir eignirnar“. Komi til sölu segist skilanefndin hafa það eina markmið að hámarka það virði sem fæst fyrir hverjar þær eignir sem seldar verða.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagst vera þeirrar skoðunar að allt söluferli bankanna verði tilkynningaskylt og jafnræði fjárfesta tryggt. Hann ræddi málið í gær við Fjármálaeftirlitið, skilanefndir og bankaráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×