Erlent

Flugvélar Alitalia kyrrsettar á næstunni leysist ekki vandi félagsins

Flugmálayfirvöld á Ítalíu munu kyrrsetja flugvélar ítalska flugfélagsins Alitalia innan tíu daga ef ekki tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti á næstu dögum.

Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni hjá flugmálastjórn á Ítalíu. Fregnir hafa borist af miklum erfiðleikum Alitalia og hafa áætlanir nokkurra aðila um kaup á félaginu farið út um þúfur, síðast í gær þegar ítalska samsteypan CAI hvarf frá því. Ástæðan fyrir því var sú að verkalýðsfélög harðneituðu að sætta sig við þann niðurskurð á mannafla sem fólust í björgunaraðgerðinni.

Sérskipaður skiptaráðandi flugfélagsins fundar á mánudag með flugmálayfirvöldum um ástandið og verða flugvélar flugfélagsins kyrrsettar ef ekkert kemur út úr þeim fundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×