Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir vilja innlenda hluta Kaupþings

Forsvarsmenn nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins ætla að hittast í kvöld og ræða hugmyndir um að sjóðirnir kaupi innlenda starfsemi Kaupþings.

Á meðal þessara sjóða eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrisjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrisjóðurinn Gildi. Þessir þrír sjóðir voru allir á meðal 10 stærstu hluthafa bankans áður en hann var þjóðnýttur í síðustu viku. Markaðsvirði eignahluta þessara þriggja lífeyrsisjóða í Kaupþingi við lokun markaða þann 8. október var 43, 3 milljarðar.

Stjórnarmönnum í sjóðunum verða kynntar hugmyndir um kaupin á fundi í kvöld að sögn heimildarmanns Vísis.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×