Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann 17. mars 2008 12:00 Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandann sem hlýst af háum stýrivöxtum og áhrif þeirra á gengi krónunnar, segja tveir fjármálasérfræðingar. Tveir fjármálasérfræðingar og kennarar við Háskólann í Reykjavík, þeir Jón Helgi Egilsson og Kári Sigurðsson, eru höfundar ítarlegrar greinar um stýrivexti Seðlabankans í Morgunblaðinu í dag. Þeir benda á að stýrivöxtum bankans sé ætlað að gera það dýrara fyrir landsmenn að taka lán svo þeir dragi úr neyslu. Þeir halda því hins vegar fram að þvert á móti hafi háir vextir Seðlabankans ekki slegið á þenslu heldur valdið aukinni spennu í gegnum hærra gengi krónunnar. Vegna hárra vaxta Seðlabankans hefur krónan verið eftirsótt undanfarin ár. Útlenskir áhættufjárfestar sækja í hana með kaupum á svokölluðum jöklabréfum. Íslendingar sækja frekar í erlend lán, þar sem vextir krónulána hækka. Þegar Íslendingur ákveður að breyta íslensku láni í erlent þarf að skipta andvirði erlenda lánsins í krónur og þá eykst spurnin eftir krónum. Háir vextir hvetja sum sé til töku erlendra lána og spákaupmennsku sem aftur búa til góðæri með sterkri krónu en þessi sterka króna byggir ekki á raunverulegri verðmætasköpun, segja þeir Jón Helgi og Kári. Heildarlán heimilanna í erlendri mynt standa nú í 57 milljörðum króna og heildarstaða útistandandi jöklabréfa er um 500 milljarðar. Síðari talan hefur jafnmikil áhrif á gjaldeyrismarkað hér, samkvæmt útreikningum Jóns Helga og Kára, og 2,6 milljónir tonna af útfluttum þorski, sem mun samsvara um 17 ára þorskveiði miðað við leyfðar veiðar á yfirstandandi fiskveiðiári. En þar sem styrking krónunnar er ekki tilkomin vegna aukins útflutnings heldur lántöku þá er niðurstaða fjármálasérfræðinganna að innistæðulausar krónur ollu góðærinu og nú séu skuldadagar að renna upp með minnkandi virði krónunnar. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandann sem hlýst af háum stýrivöxtum og áhrif þeirra á gengi krónunnar, segja tveir fjármálasérfræðingar. Tveir fjármálasérfræðingar og kennarar við Háskólann í Reykjavík, þeir Jón Helgi Egilsson og Kári Sigurðsson, eru höfundar ítarlegrar greinar um stýrivexti Seðlabankans í Morgunblaðinu í dag. Þeir benda á að stýrivöxtum bankans sé ætlað að gera það dýrara fyrir landsmenn að taka lán svo þeir dragi úr neyslu. Þeir halda því hins vegar fram að þvert á móti hafi háir vextir Seðlabankans ekki slegið á þenslu heldur valdið aukinni spennu í gegnum hærra gengi krónunnar. Vegna hárra vaxta Seðlabankans hefur krónan verið eftirsótt undanfarin ár. Útlenskir áhættufjárfestar sækja í hana með kaupum á svokölluðum jöklabréfum. Íslendingar sækja frekar í erlend lán, þar sem vextir krónulána hækka. Þegar Íslendingur ákveður að breyta íslensku láni í erlent þarf að skipta andvirði erlenda lánsins í krónur og þá eykst spurnin eftir krónum. Háir vextir hvetja sum sé til töku erlendra lána og spákaupmennsku sem aftur búa til góðæri með sterkri krónu en þessi sterka króna byggir ekki á raunverulegri verðmætasköpun, segja þeir Jón Helgi og Kári. Heildarlán heimilanna í erlendri mynt standa nú í 57 milljörðum króna og heildarstaða útistandandi jöklabréfa er um 500 milljarðar. Síðari talan hefur jafnmikil áhrif á gjaldeyrismarkað hér, samkvæmt útreikningum Jóns Helga og Kára, og 2,6 milljónir tonna af útfluttum þorski, sem mun samsvara um 17 ára þorskveiði miðað við leyfðar veiðar á yfirstandandi fiskveiðiári. En þar sem styrking krónunnar er ekki tilkomin vegna aukins útflutnings heldur lántöku þá er niðurstaða fjármálasérfræðinganna að innistæðulausar krónur ollu góðærinu og nú séu skuldadagar að renna upp með minnkandi virði krónunnar.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira