Viðskipti innlent

Líklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki við sér

Verðbréfamiðlarar að störfum. Mynd/Valli
Verðbréfamiðlarar að störfum. Mynd/Valli

Fasteignaverð hefur farið lækkandi að undanförnu og meðallækkun síðustu þriggja mánaða nú um 1% á mánuði. Þetta kom fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings. Greiningardeild bankans spáir áframhaldandi lækkunum og að nafnverðslækkanir á seinni hluta ársins muni ná allt að 5 prósentum. Lækkandi eignaverð, bæði fasteigna og annarra eigna, gera það að verkum að neysla minnkar vegna neikvæðra auðsáhrifa.

Í Hálf-fimm fréttum Kaupþings kom einnig fram að staðan á innlendum hlutabréfamarkaði er nokkuð óljós um þessar mundir. Greiningardeildin telur þó líkur á því að hlutabréfamarkaðurinn muni taka við sér á ný á síðari hluta ársins, og verða á þeim tíma með jákvætt framlag til eignaverðsvísitölunnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×