Viðskipti erlent

Verð á gulli rýkur upp í hlutabréfakreppunni

Um leið og verð á hlutabréfum og verðbréfum hríð fellur um allan heim rýkur verð á gulli upp úr öllu valdi.

Únsan af gulli hækkaði um rúmlega 90 dollara í gær og fór upp í 880 dollara. Það er 11,6 prósenta hækkun sem er mesta hækkun á einum degi til þessa. Næst mesta stökkið upp á við á einum degi var í janúar árið 1980, þegar verð á gulli rauk upp um 64 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×