Viðskipti erlent

Landic Property segir upp fimmtungi starfsfólksins

Landic Property í Danmörku hefur sagt upp fimmtungi starfsfólks síns eða 20-25 manns. Þar á meðal eru nokkrir stjórnendur.

Landic er í íslenskri eigu og stundar fasteignaviðskipti og umsýslu í Danmörku og víðar. Á félagið meðal annars húsnæði danska skattsins í Kaupmannahöfn.

Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk var Landic Investment sameinað móðurfélaginu um leið og fólkinu var sagt upp. Eftir eru um 100 starfsmenn í Danmörku.

Michael Sheikh forstjóri Landic segir í samtali við börsen að fasteignamarkaðurinn í Danmörku sé nánast horfinn og því hafi þeir þurft að grípa til þessara uppsagna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×