Viðskipti innlent

Tap hjá Straumi á öðrum ársfjórðung

Tap Straums-Burðarás eftir skatta nam 175 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Er þetta mikill viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi þegar hagnaður Straums nam 2,6 milljörðum króna eftir skatta.

Í yfirliti um uppgjörs Straums á öðrum ársfjórðung kemur fram að bankinn tapaði vel yfir 4 milljörðum króna á fjárfestingum sínum á fjórðungnum.

William Fall forstjóri Straums segir að þeim hafi tekist að stýra bankanum í gegnum erfiða tíma, standa vörð um fjárhagslegan styrk hans og verja lausafjárstöðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×