AGS spáir hagvexti á ný eftir tveggja ára efnahagskreppu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2008 06:00 Frá kynningu 24. október 2008 Paul Thomsen, formaður sendinefndar AGS, kynnir niðurstöður viðræðna við stjórnvöld á blaðamanafundi í októberlok. Fréttablaðið/Anton „Hagkerfi þjóðarinnar stafar alvarleg og aðsteðjandi hætta af nær hruni innlends gjaldeyrisskiptamarkaðar vegna þess hve hagkerfið er háð innflutningi,“ segir í skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um viljayfirlýsingu stjórnvalda hér vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Sjóðurinn hefur nú birt skýrsluna, svokallað staff report, en stjórn AGS fjallaði um hana um leið og tekin var fyrir viljayfirlýsing stjórnvalda (letter of intent) 19. þessa mánaðar. Í skýrslu starfshóps AGS er farið yfir margvíslegar forsendur viljayfirlýsingar stjórnvalda hér um aðgerðir til umbóta í efnahagslífinu í kjölfar falls bankakerfisins vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Meðal annars er birt hagspá fyrir Ísland fram til ársins 2013. Í kjölfar fjármálakreppunnar gerir spá AGS ráð fyrir samdráttarskeiði til tveggja ára, allt til 2010. „Þetta tímabil mun að mati IMF [AGS] einkennast af miklum samdrætti einkaneyslu og fjárfestingar ásamt mun meira atvinnuleysi en Íslendingar hafa þar til nú átt að venjast,“ segir í umfjöllun Greiningar Glitnis og bætt við að spáin sé í samræmi við hagspá Seðlabankans sem og hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kom út á þriðjudag. Sjóðurinn horfir hins vegar heldur lengra fram á veginn, þar sem spá Seðlabankans nær til 2011 og spá OECD til ársins 2010. Nokkurrar bjartsýni gætir hvað varðar efnahagsþróun hér í langtímaspá sjóðsins. Þegar kreppunni lýkur gerir AGS ráð fyrir að hagvöxtur verði nálægt 4,4 prósentum á ári á tímabilinu 2011 til 2013. Greining Glitnis segir þetta til marks um að AGS telji hagkerfið hér þrátt fyrir allt njóta góðs af öfundsverðum langtímahorfum. „En eins og eflaust marga rekur minni til gaf sjóðurinn út skýrslu um íslenska hagkerfið undir þeirri yfirskrift í sumar, áður en fjármálakreppan skall á,“ segir í umfjöllun bankans. Bent er á samhljóm í spám Seðlabankans, AGS og OECD varðandi atvinnuhorfur hér. „Samkvæmt spá þeirra mun atvinnuleysi ná hámarki árið 2010 en fara svo minnkandi á nýjan leik. OECD er reyndar örlítið svartsýnni og spáir að atvinnuleysi verði 8,6 prósent árið 2010 en á sama tíma gerir [Seðlabankinn] ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8,1 prósent og [AGS] gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 6,9 prósent.“ Þá telur Greining Glitnis að verðbólguspá AGS sé ekki fjarri lagi, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði komin niður fyrir 3,0 prósent árið 2010. „Enda mun verðbólguþrýstingur hér á landi verða lítill þegar áhrif gengislækkunar krónu taka að fjara út og fremur lítil hætta á umtalsverðri og þrálátri víxlhækkun launa og verðlags.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Hagkerfi þjóðarinnar stafar alvarleg og aðsteðjandi hætta af nær hruni innlends gjaldeyrisskiptamarkaðar vegna þess hve hagkerfið er háð innflutningi,“ segir í skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um viljayfirlýsingu stjórnvalda hér vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Sjóðurinn hefur nú birt skýrsluna, svokallað staff report, en stjórn AGS fjallaði um hana um leið og tekin var fyrir viljayfirlýsing stjórnvalda (letter of intent) 19. þessa mánaðar. Í skýrslu starfshóps AGS er farið yfir margvíslegar forsendur viljayfirlýsingar stjórnvalda hér um aðgerðir til umbóta í efnahagslífinu í kjölfar falls bankakerfisins vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Meðal annars er birt hagspá fyrir Ísland fram til ársins 2013. Í kjölfar fjármálakreppunnar gerir spá AGS ráð fyrir samdráttarskeiði til tveggja ára, allt til 2010. „Þetta tímabil mun að mati IMF [AGS] einkennast af miklum samdrætti einkaneyslu og fjárfestingar ásamt mun meira atvinnuleysi en Íslendingar hafa þar til nú átt að venjast,“ segir í umfjöllun Greiningar Glitnis og bætt við að spáin sé í samræmi við hagspá Seðlabankans sem og hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kom út á þriðjudag. Sjóðurinn horfir hins vegar heldur lengra fram á veginn, þar sem spá Seðlabankans nær til 2011 og spá OECD til ársins 2010. Nokkurrar bjartsýni gætir hvað varðar efnahagsþróun hér í langtímaspá sjóðsins. Þegar kreppunni lýkur gerir AGS ráð fyrir að hagvöxtur verði nálægt 4,4 prósentum á ári á tímabilinu 2011 til 2013. Greining Glitnis segir þetta til marks um að AGS telji hagkerfið hér þrátt fyrir allt njóta góðs af öfundsverðum langtímahorfum. „En eins og eflaust marga rekur minni til gaf sjóðurinn út skýrslu um íslenska hagkerfið undir þeirri yfirskrift í sumar, áður en fjármálakreppan skall á,“ segir í umfjöllun bankans. Bent er á samhljóm í spám Seðlabankans, AGS og OECD varðandi atvinnuhorfur hér. „Samkvæmt spá þeirra mun atvinnuleysi ná hámarki árið 2010 en fara svo minnkandi á nýjan leik. OECD er reyndar örlítið svartsýnni og spáir að atvinnuleysi verði 8,6 prósent árið 2010 en á sama tíma gerir [Seðlabankinn] ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8,1 prósent og [AGS] gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 6,9 prósent.“ Þá telur Greining Glitnis að verðbólguspá AGS sé ekki fjarri lagi, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði komin niður fyrir 3,0 prósent árið 2010. „Enda mun verðbólguþrýstingur hér á landi verða lítill þegar áhrif gengislækkunar krónu taka að fjara út og fremur lítil hætta á umtalsverðri og þrálátri víxlhækkun launa og verðlags.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira