Viðskipti erlent

Verulegur niðurskurður á áætlunarflugi hjá Sterling

Verulegur niðurskurpur verður á áætlunarflugi hjá Sterling flugfélaginu þegar vetraráætlun félagsins fer í gang í lok október. Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum verður ferðum félagsins fækkað um allt að helming.

Sterling mun hætta alveg eða að hluta til við 24 áætlanaflug sín frá október og fram til mars á næsta ári. Meðal þeirra eru ferðir frá Kaupmannahöfn til Aþenu, East Midlands og Edinborgar.

Frá Billund verður hætt við ferðir Sterling til Alicante, Prag og Rómar. Hvað varðar ferðir til Gautaborgar og Brussel mun verða tekin ákvörðun um þær í næstu viku.

Sterling ætlar að nota fyrri helming vetrarins til umfangsmikilis viðhalds og eftirlits með flugvélum sínum en slíkt er tímafrekt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×