Viðskipti innlent

European Consulting og Nordic Partners ná samkomulagi

Hotel D'Angleterre er flaggskip Remmen Hotels.
Hotel D'Angleterre er flaggskip Remmen Hotels.

European Consulting, félag í eigu Gísla Gíslasonar lögmanns, og fjárfestingafélagið Nordic Partners hafa náð samkomulagi um ráðgjafaþóknun þess fyrrnefnda vegna kaupa Nordic Partners á Remmen-hótelkeðjunni í Danmörku fyrir tæpu ári.

Frá þessu greindi tímaritið Séð og heyrt í síðustu viku. Vísir náði tali af Gísla Gíslasyni og spurði hann út í þetta mál.

„Fyrirtækið mitt, European Consulting, sá um ráðgjöf fyrir Nordic Partners í kringum kaupin á Remmen Hotels. Það er allt klappað og klárt á milli okkar. Ég get staðfest það," segir Gísli í samtali við Vísi. „Þetta tók aðeins lengri tíma en menn héldu í upphafi en það var engin deila í gangi á milli aðila líkt og fjölmiðlar hér á landi hafa haldið fram," segir Gísli og hlær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×