Bjarni Ármansson stjórnarformaður REI enn um sinn 2. janúar 2008 15:44 MYND/GVA Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. Eins og kunnugt er ákvað nýr meirihluti í borginni að hverfa frá samruna REI og Geysis Green Energy og fljótlega í kjölfarið var ákveðið að REI keypti aftur hlut Bjarna Ármanssonar og Jóns Diðriks Jónssonar í félaginu og að Bjarni hætti sem stjórnarformaður um áramótin. Að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformans Orkuveitunnar, hefur ekki verið ákveðið hverjir taka sæti í stjórn REI í kjölfar breytinganna en auk Bjarna hafa þau Páll Erland og Anna Skúladóttir setið í stjórninni. Ákveðið var þegar REI og Geysir Green sameinuðust að fimm menn yrðu í stjórn félagsins en nú hefur verið ákveðið að þeir að þrír muni sitja í nýrri stjórn REI. Bryndís segir nýskipan í stjórn munu hanga saman með því hvernig REI komi til með að líta út til framtíðar, en sú vinna sé enn í gangi. Aðspurð segir hún að engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útrás. „Nýr meirihluti hefur þvert á móti sagt að haldið verði áfram en verkefnið er að finna útrásinni farveg sem er traustur," segir Bryndís og bendir á að fyrri farvegur útrásarinnar hafi byggst á göllum á málsmeðferðinni. Bryndísi var falið fyrir hönd stjórnar Orkuveitunnar að finna niðurstöðu í málum REI og Geysis Green í kjölfar þess að ákveðið var að falla frá samrunanum af hálfu Orkuveitunnar. Hún segir að þeim viðræðum sé ekki lokið. Inn í þá mynd komi sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að selja allt að 95 prósent hlutar síns í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. „Það eru sett ákveðin skilyrði í þeirra samþykktum sem við eigum eftir að ræða um," segir Bryndís og vísar meðal annars til þess að Hafnfirðingar vilji eignast hlut í Orkuveitunni. Viðræður milli Orkuveitunnar og Hafnarfjarðarbæjar vegna málsins eru ekki hafnar en Bryndís reiknar með að fyrsti fundurinn verði haldinn á næstu dögum. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bjarni Ármannsson situr áfram sem stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest þar til ný stjórn tekur við en það mun skýrast á næstunni hverjir sitja í henni. Eins og kunnugt er ákvað nýr meirihluti í borginni að hverfa frá samruna REI og Geysis Green Energy og fljótlega í kjölfarið var ákveðið að REI keypti aftur hlut Bjarna Ármanssonar og Jóns Diðriks Jónssonar í félaginu og að Bjarni hætti sem stjórnarformaður um áramótin. Að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformans Orkuveitunnar, hefur ekki verið ákveðið hverjir taka sæti í stjórn REI í kjölfar breytinganna en auk Bjarna hafa þau Páll Erland og Anna Skúladóttir setið í stjórninni. Ákveðið var þegar REI og Geysir Green sameinuðust að fimm menn yrðu í stjórn félagsins en nú hefur verið ákveðið að þeir að þrír muni sitja í nýrri stjórn REI. Bryndís segir nýskipan í stjórn munu hanga saman með því hvernig REI komi til með að líta út til framtíðar, en sú vinna sé enn í gangi. Aðspurð segir hún að engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útrás. „Nýr meirihluti hefur þvert á móti sagt að haldið verði áfram en verkefnið er að finna útrásinni farveg sem er traustur," segir Bryndís og bendir á að fyrri farvegur útrásarinnar hafi byggst á göllum á málsmeðferðinni. Bryndísi var falið fyrir hönd stjórnar Orkuveitunnar að finna niðurstöðu í málum REI og Geysis Green í kjölfar þess að ákveðið var að falla frá samrunanum af hálfu Orkuveitunnar. Hún segir að þeim viðræðum sé ekki lokið. Inn í þá mynd komi sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að selja allt að 95 prósent hlutar síns í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. „Það eru sett ákveðin skilyrði í þeirra samþykktum sem við eigum eftir að ræða um," segir Bryndís og vísar meðal annars til þess að Hafnfirðingar vilji eignast hlut í Orkuveitunni. Viðræður milli Orkuveitunnar og Hafnarfjarðarbæjar vegna málsins eru ekki hafnar en Bryndís reiknar með að fyrsti fundurinn verði haldinn á næstu dögum.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira