Viðskipti innlent

Ólafur Teitur hættir hjá Straumi

Ólafur Teitur Guðnason hefur í dag látið af störfum sem fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. að eigin ósk.

„Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Straums fyrir ákaflega ánægjulega samvinnu. Það er eftirsjá að þessum góða vinnustað en nú taka við ný verkefni," segir Ólafur Teitur í tilkynningu um málið.

Straumur þakkar honum fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar. Við fjölmiðlasamskiptum Straums tekur Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs bankans








Fleiri fréttir

Sjá meira


×