Magasin du Nord er hvorki gjaldþrota né til sölu 31. október 2008 12:45 Carsten Fensholt talsmaður Magasin du Nord segir að verslunin sé hvorki gjaldþrota né til sölu. Mikill orðrómur hefur verið um þetta í Kaupmannahöfn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Magasin og Illum í gær og vél jafnframt úr stjórninni. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir m.a. að orðrómur hafi verið um að Magasin hafi stöðvað kaup á nýjum vörum sem var einmitt ein af ástæðum þess að verslunarkeðjan Merlin var seld. Carsten vísar þessum orðrómi á bug. Hann segir að eigendur Magasin hlakki til jólaverslunarinnar og séu á fullu við að kaupa inn vörur til hennar. "Við höfum þar að auki lagt fram pantanir fyrir vörur fyrir vorið og sumarið á næsta ári," segir Carsten. "Þetta gerum við yfirleitt í október þannig að allt er með eðlilegum hætti hjá okkur." Hvað orðróminn um gjaldþrot varðar segir Carsten að hann sé sá ótrúverðugasti. "Það mátti kannski búast við slíku í framhaldi af Sterling og Merlin en þetta er algerlega úr lausu lofti gripið," segir Carsten. "Fyrirtækið hefur aldrei staðið betur." Fram kemur í máli Carsten að á síðasta ári skilaði Magasin hagnaðí í fyrsta sinn síðan á níunda áratug síðustu aldar. "Við erum algerlega óháðir íslenskum bönkum og félögum, eru algerlega fjármagnaðir af dönskum aðilum og erum sjálfstætt starfandi félag. Við erum hvorki á leið í gjaldþrot né til sölu," segir hann. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Carsten Fensholt talsmaður Magasin du Nord segir að verslunin sé hvorki gjaldþrota né til sölu. Mikill orðrómur hefur verið um þetta í Kaupmannahöfn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Magasin og Illum í gær og vél jafnframt úr stjórninni. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir m.a. að orðrómur hafi verið um að Magasin hafi stöðvað kaup á nýjum vörum sem var einmitt ein af ástæðum þess að verslunarkeðjan Merlin var seld. Carsten vísar þessum orðrómi á bug. Hann segir að eigendur Magasin hlakki til jólaverslunarinnar og séu á fullu við að kaupa inn vörur til hennar. "Við höfum þar að auki lagt fram pantanir fyrir vörur fyrir vorið og sumarið á næsta ári," segir Carsten. "Þetta gerum við yfirleitt í október þannig að allt er með eðlilegum hætti hjá okkur." Hvað orðróminn um gjaldþrot varðar segir Carsten að hann sé sá ótrúverðugasti. "Það mátti kannski búast við slíku í framhaldi af Sterling og Merlin en þetta er algerlega úr lausu lofti gripið," segir Carsten. "Fyrirtækið hefur aldrei staðið betur." Fram kemur í máli Carsten að á síðasta ári skilaði Magasin hagnaðí í fyrsta sinn síðan á níunda áratug síðustu aldar. "Við erum algerlega óháðir íslenskum bönkum og félögum, eru algerlega fjármagnaðir af dönskum aðilum og erum sjálfstætt starfandi félag. Við erum hvorki á leið í gjaldþrot né til sölu," segir hann.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira