Viðskipti innlent

Akrafellið hættir Íslandssiglingum

Engar breytingar verða á siglingum Arnarfellsins.
Engar breytingar verða á siglingum Arnarfellsins.

Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem dunið hafa yfir þjóðina og minnkandi vöruinnflutnings til landsins hefur siglingaáætlun Samskipa til og frá Íslandi verið endurskoðuð. Eins og greint var frá í gær munu þrjú skip annast flutninga félagsins á þessari leið, í stað fjögurra áður.

Félagið hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem þetta er útskýrt nánar. „Akrafell hættir siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu og fer í önnur verkefni, ótengd Íslandi. Hvassafell heldur hins vegar áfram áætlunarsiglingum milli Reyðarfjarðar, Kollafjarðar í Færeyjum, Rotterdam og Immingham á Bretlandseyjum en skipið hættir að hafa viðkomu í Reykjavík. Með þessum breytingum er hægt að tryggja viðkomu Hvassafellsins á þessum stöðum með 8 til 9 daga millibili," segir í tilkynningunni.

Þá er þess getið að engar breytingar verði á áætlunarsiglingum Arnarfells og Helgafells sem áfram fylgja vikulegri áætlun milli Reykjavíkur, Grundartanga, Vestmannaeyja, Immingham, Rotterdam, Cuxhaven í Þýskalandi, Varberg í Svíþjóð, Árósa í Danmörku og Kollafjarðar.

„Með þessum breytingum, sem hafa þegar tekið gildi, eru Samskip að aðlaga flutningsgetu sína að breyttu efnahagsumhverfi og draga úr kostnaði," segir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×