„Að því sem ég best kemst að er þessi þjónusta ekki í boði á Íslandi. Einkaleyfastofa heldur utan um skráð vörumerki, en þeir bjóða ekki upp á notendavænan eða aðgengilegan gagnagrunn," segir Bryndís Óskarsdóttir, stofnandi og eigandi Logosafnsins sem hóf starfsemi sína fyrir helgi.
Bryndís, sem áður rak auglýsingastofuna Concept, segir hugmyndina með Logosafninu vera að safna vörumerkjum fyrirtækja og félagasamtaka á einn stað þar sem þau yrðu aðgengileg.
Bryndís segir algengt að útgefendur og aðrir séu ekki með nýjustu útgáfur vörumerkja, og að það geti tekið langan tíma að fá nýjustu útgáfur vörumerkja í góðri upplausn frá auglýsingastofum.
Bryndís segist stefna að því að hægt verði að fletta upp hver hannaði vörumerki í Logosafninu, og sömu leiðis sjá sögu merkjanna og breytingar gegnum tíðina. Fyrirtæki borga skráningargjald og árgjald fyrir að skrá vörumerki, en fá á móti tilkynningar í hvert sinn sem vörumerki þeirra eru sótt í safnið.
Opnar vörumerkjasafnið logosafn.is á netinu

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent