Viðskipti innlent

Sparisjóður Suður-Þingeyinga nær einn um að hagnast

MYND/365

Á sama tímabili og helstu sparisjóðir landsins hafa tapað stórfé á rekstri sínum, skilar Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaði upp á tæplega 53 milljónir, eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Heildareignir sjóðsins eru rúmir þrír milljarðar króna og eigið fé 486 milljónir. Ari Teitsson bóndi á Hrísum og stjórnarformaður sjóðsins sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það væri óþolandi rugl að sparisjóðirnir geti ekki rekið sig.

Annars væri lykillinn að velgengni sparisjóðsins sá að hann á ekkert í Exista, er löngu búinn að selja hlut sinn í Kaupþingi og hefur ekki tekið erlend lán. Formúlan sé einföld: útlán takmarkist af innlánsfé og því sýni hagnaðartölurnar núna beinan hagnað af reglulegri starfssemi, án nokkurra bókhaldskúnsta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×