Innlent

Ekki samið við lífeyrissjóðina um Kaupþing

MYND/Pjetur
Samkomulag náðist ekki milli nokkurra lífeyrissjóða, Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Kaupþings um að að lífeyrissjóðirnir myndu kaupa hlut í Kaupþingi. Frá þessu greindi Björgvin G. Sigurðsson í samtali við fréttamenn í morgun.

Eins og kunnugt er sendu fimm lífeyrissjóðir, sem voru hluthafar í Kaupþingi fyrir fall bankans, stjórnvöldum bréf þar sem óskað var eftir viðræðum um kaup á að minnsta kosti 51 prósents hlut í nýjum banka. Tilboðinu var ekki tekið að sögn viðskiptaráðherra.

„Það er verið að skoða það áfram núna þegar þetta ferli heldur áfram, væntanlega fer bankinn þá yfir í sama ferli og hinir bankarnir og það verður stofnað félag um hann í eigu ríkisins. Síðar getur sú bankastjórn tekið afstöðu til þess áfram hvort að það sé hægt að ræða þetta eitthvað frekar við lífeyrissjóðina," sagði Björgvin.

Aðspurður hvers vegna tilboðinu hefði ekki verið tekið sagði Björgvin að væntanlega hefði það ekki verið talið fullnægjandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×