Viðskipti innlent

Straumsforstjóri með 412 milljónir í árslaun

Friðrik Jóhannsson hætti sem forstjóri Straums-Burðaráss á árinu og bar ekki skarðan hlut frá borði.
Friðrik Jóhannsson hætti sem forstjóri Straums-Burðaráss á árinu og bar ekki skarðan hlut frá borði.

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Straums-Burðaráss, fékk rúmar 412 milljónir í laun frá fyrirtækinu á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu bankans sem birt var í morgun. Inni í þeirri tölu eru væntanlega laun, árangurstengdar greiðslur og starfslokasamningur sem Friðrik fékk þegar hann hætti sem forstjóri.

William Fall, sem tók við starfi Friðriks í lok maí, fékk rétt rúmar 55 milljónir þá sjö mánuði sem hann stýrði bankanum á síðasta ári sem gera um 7,8 milljónir á mánuði.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og stærsti hluthafi Straums, var með 11,9 milljónir í árslaun sem gera rétt um tæpa milljón í mánaðarlaun fyrir að stýra stjórn Straums.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×