NimbleGen eykur umsvif hér á landi 27. ágúst 2008 00:01 Gert Maas, forstjóri Roche NimbleGen. MARKAÐURINN/ANTON „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“ Markaðir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“
Markaðir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun