Viðskipti erlent

Starbucks lokar fjölda staða í Ástralíu

Kaffihúsakeðjan Starbucks hefur ákveðið að loka rúmlega 60 af stöðum sínum í Ástralíu. Eftir það verða aðeins 23 Starbucks kaffihús í landinu.

Þessar fregnir koma í kjölfar þess að Starbucks ákvað fyrr í sumar að loka um 600 stöðum í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að reyna að auka hagnað fyrirtækisins en það hefur orðið fyrir barðinu á efnahagsástandinu í heiminum eins og svo margir aðrir.

Lokunin í Ástralíu þýðir að tæplega 700 starfsmenn munu missa vinnu sína á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×