Viðskipti erlent

Lehman Brothers lækkar enn í verði

Fjórða daginn í röð lækkuðu hlutabréf í Lehman Brothers í verði vegna ótta um að þessi fjórði stærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna kunni að geispa golunni. Féll hluturinn um allt að 45% við opnun markaða eftir að helstu greinindur vestanhafs lækkuðu verðmat sitt á félaginu vegna ótta um að lánshæfiseinkunn þess yrði lækkuð í kjölfar þess að bankinn skilaði mettapi í gær. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greingardeildar Kaupþings.

Matsfyrirtækið Moodys hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá nýja og sterkari hluthafa inn í bankann en þróunarbanki Suður-Kóreu sló nýverið af þátttöku sinni í fyrirætluðu hlutafjárútboði upp á um sex milljarða Bandaríkjadala.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×