Innlent

Sviðsbúnaður Þjóðhátíðar skemmdist í eldi

Svona var umhorfs eftir brunann í morgun.
Svona var umhorfs eftir brunann í morgun.

Sviðsbúnaður þjóðhátíðar Vestmannaeyja skemmdist töluvert í eldi í morgun, en búnaðurinn er geymdur í porti við áhaldahús bæjarins við Heiðaveg. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um mikinn reyk frá portinu og var slökkviliðið kallað út.

Töluverður eldur logaði þegar að var komið og eyðilagðist litla sviðið, þar sem gömlu dansarnir hafa verið stignir, sömuleiðis myllan og hluti af skyggni stóra sviðsins. Eldsupptök eru ókunn , en meðal annars verður rannsakað hvort um íkveikju hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×