Viðskipti erlent

Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri

Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aldrei verið fleiri í sögunni en tvo síðustu mánuðina. Í október urðu þau 391 talsins og í september 350 talsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Danmerkur er aukningin á gjaldþrotum milli október nú og sama mánaðar í fyrra 71%.

Flest gjaldþrotanna hafa verið hjá fyrirtækjum í byggingar- og verktakageiranum og þar hafa öll met verið slegin hvað fjöldann varðar. Í október urðu 70 fyrirtæki í þessum geir gjaldþrota og í september voru þau 67 talsins.

Verslunargeirinn verður einnig illa úti í þessari gjaldþrotahrinu en fjöldi gjaldþrota fyrirtækja í þeim geira tvöfaldaðist milli september og október í ár. Gjaldþrotin urðu 20 talsins í september og 40 í október.

Gjaldþrotin eru ekki svæðisbundin í Danmörku heldur jafnast út um allt landið en þó verður Norður-Jótland einna verst úti samkvæmt frétt á börsen.dk um málið.

Ástæða þessara gjaldþrota er einfaldlega hið slæma efnahagsástand sem ríkir í Danmörku eins og nær öllum öðrum Evrópulöndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×