Erlent

Kosið um nýjan leiðtoga Kadima í stað Olmerts

Félagsmenn í Kadíma-flokki Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, kjósa í dag nýjan leiðtoga flokksins.

Olmert tilkynnti í sumar að hann myndi segja af sér embætti vegna ásakana um spillingu um leið og arftaki hans væri valinn. Valið stendur helst á milli Tzipi Livni, utanríkisráðherra, og Shaul Mofaz, samgönguráðherra.

Mynda þarf nýja ríkisstjórn um leið og leiðtogi flokksins er valinn og gæti það tekið nokkrar vikur. Olmert verður starfandi forsætisráðherra á meðan. Stjórnmálaskýrendur segja Livni helst líða fyrir reynsluleysi. Mofaz er þrautreyndur fyrrverandi yfirmaður ísraelska hersins. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í kjarnorkudeilunni við Írana og í friðarviðræðum við Palestínumenn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×