Viðskipti erlent

Verkfall lamar Lufthansa

Allar flugáhafnir þýska flugfélagsins Lufthansa eru komnar í ótímabundið verkfall.

Viðræður um nýjan launasamning þeirra við félagið silgdu í strand fyrir helgina og í atkvæðagreiðslu um verkfallið voru rúmlega 90% af flugáhöfnunum fylgjandi því.

Verkalýðsfélag flugáhafnanna vildi fá tæplega 10% launahækkun en félagið bauð 6,7% í tveimur áföngum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×