Viðskipti innlent

Stjórn IMF fjallar um umsókn Íslands 5. nóvember

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn.

Reiknað er með því að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taki fyrir beiðni Íslands um tveggja milljarða dollara lán á fundi á miðvikudaginn kemur, 5. nóvember.

Frá þessu greindi talsmaður sjóðsins í samtali við Reuters í dag. Samkomulag tókst við sendinefnd sjóðsins í síðustu viku og fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í dag að á morgun yrðu send skjöl um aðgerðir stjórnvalda og stöðu mála til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir sagðist einnig hafa rætt við Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra sjóðsins, í gær og hann sæi enga meinbugi á umsókn Íslendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×