Viðskipti innlent

Fasteignasala var heimilt að skuldajafna með vörslufé

Andrés Pétur Rúnarsson. Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala sá ekki ástæðu til að bregðast við kvörtun hans.
Andrés Pétur Rúnarsson. Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala sá ekki ástæðu til að bregðast við kvörtun hans.

Fasteignasali hefur heimild til þess að greiða skuld viðskiptamanns við hann með fjárvörslufé að því gefnu að um eiginlega skuld sé að ræða og skilyrðum skuldajöfnunar sé fullnægt. Þetta er niðurstaða eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, sem barst kvörtun frá Andrési Pétri Rúnarssyni, athafnamanni.

Í október kvartaði Andrés undan starfsháttum Ernu Valsdóttur fasteignasala við eftirlitsnefndina. Andrés gerði athugasemd við það að Erna hefði haldið eftir hluta af kaupverði fasteignar við Trönuhraun í Hafnarfirði að upphæð 376 þúsund krónum. Seljandi fasteignarinnar var L 94 ehf, sem Andrés Pétur er í forsvari fyrir.

Í svari Ernu til eftirlitsnefndarinnar kom fram að hún hefði selt fasteign við Austurmörk í Hveragerði fyrir L-94 ehf. Eftir þá sölu hafi staðið eftir ógreidd söluþóknun að fjárhæð 340 þúsund krónur. Við sölu fasteignar fyrir sama félag við Trönuhraun 7 í Hafnarfirði hafi Erna ráðstafað hluta af söluandvirðinu til greiðslu á eftirstöðvum skuldar L-94 ehf. Vísaði Erna til reglugerðar um fjárvörslureikninga fasteignasala máli sínu til stuðnings.

Eftirlitsnefndin tekur ekki afstöðu til ágreinings um skuld Andrésar við Ernu. Nefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Ernu sé heimilt að greiða skuld Andrésar við sig með fjárvörslufé, að því gefnu að um eiginlega skuld sé að ræða og skilyrðum skuldajöfnunar sé fullnægt. Því sér nefndin ekki ástæðu til að bregðast við kvörtun Andrésar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×