Viðskipti erlent

Stones Invest rúllar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic, en fyrirtækið eldaði grátt silfur við Stones invest.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic, en fyrirtækið eldaði grátt silfur við Stones invest.

Nú er komið á daginn að danska fjárfestingafyrirtækið Stones Invest er gjaldþrota. Það var viðskiptadómstóll í Danmörku sem úrskurðaði um þrotið í dag en áður hafði verið fallist á greiðslustöðvun í félaginu. Samkvæmt lögmanni félagsins skuldar Stones litla fjóra milljarða danskra króna og þar af eru lausaskuldir 2,5 milljarðar.

Þetta kemur fram á fréttavefnum danska Börsen, en þar segir að fjölmargir kröfuhafar í þrotabúið hafi verið mættir í réttinn. Á tímabili þurfti dómarinn að biðja kröfuhafa að róa sig þegar þeir reyndu að koma sínum kröfum á framfæri.

Á meðal helstu kröfuhafa í fyrirtækið má nefna Roskilde banka, Nordea og Eik banka, auk þess sem íslenska fyrirtækið Landic Property hefur krafist þess að fá 2,5 milljónir danskra endurgreiddar frá Stones í kjölfar þess að ekkert varð úr kaupum Stones á Keops development.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×