Erlent

Herða baráttuna gegn málamyndahjónaböndum

Frá Osló.
Frá Osló.

Norska útlendingaeftirlitið ætlar að herða til muna eftirlit með málamyndahjónaböndum og stefnir að því að koma algjörlega í veg fyrir að útlendingar fái dvalarleyfi í Noregi í skjóli slíkra hjónabanda.

Forstjóri norsku útlendingastofnunarinnar segir þá sem notfæra sér málamyndahjónabönd ekki vera neitt annað en ólöglega innflytjendur og hyggst nú afturkalla um eitt hundrað dvalarleyfi sem gefin hafa verið út á grundvelli slíkra hjónabanda. Alls hafa 240 innflytjendur hlotið dvalarleyfi í Noregi í skjóli hjónabands síðan í ársbyrjun 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×